Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

orð þingmanns í störfum þingsins.

[14:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni ætla ég að ítreka fyrirspurn sem ég lagði til forseta í gærkvöldi, reyndar ekki þess sem hér situr nú, og óska leiðbeiningar um það hvað er hægt að gera þegar hv. þingmenn, sérstaklega einn hv. þingmaður, er ítrekað með köllum bæði úr sæti og úr hliðarsölum að trufla ræður annarra þingmanna. Hvað er hægt að gera til að stoppa slíkt? Þetta er ekki ásættanlegt, a.m.k. hef ég ekki séð að þetta sé gert almennt hér á hinu háa Alþingi, þótt það tíðkist kannski í öðrum þingsölum annars staðar í heiminum að vera með hróp og köll og öskur. Það tíðkast nú líka í sumum þingsölum að slást. Vonandi förum við ekki það langt.