Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristrún Frostadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni og varaformanni nefndarinnar fyrir framsögu sína sem mér þótti mjög áhugaverð, sérstaklega það sem sneri að orkukostnaði. Mig langaði til að forvitnast um sýn hv. þingmanns á aðkomu nefndarinnar núna að niðurgreiðslum eða jöfnun á raforkukostnaði. Ég get tekið heils hugar undir þetta sjónarmið og mér finnst vera svona jafnaðartaug í því sem hér kom fram, það er auðvitað ekki eðlilegt að fólk sé að greiða mismunandi verð fyrir orkuna í landinu. Við fengum hins vegar upplýsingar í nefndinni frá ráðuneyti orkumála að til þess að fara upp í markmiðið um 85% jöfnun raforkukostnaðar eða dreifingu á raforkukostnaði þá þyrfti u.þ.b. 400–500 millj. kr. í fjárheimildir til viðbótar. Því langaði mig til að spyrja hv. þingmann: Hvernig stóð á því að þetta fjármagn kemur ekki í gegnum meiri hlutann ef það er svona ríkur vilji til að standa við þessi loforð (Forseti hringir.) og fyrst stjórnvöld höfðu ekki áhuga á því að fylgja þessu eftir?