Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[19:49]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þarf ekki langt andsvar. Ég heyri að við hv. þingmaður erum komnir á sama stað með þetta. Við eigum einfaldlega ekki að láta það ógert að spyrja um áhrif viðkomandi fjárveitingar, hvað hún þýðir fyrir mismunandi þætti í rekstri málaflokka ráðuneytisins og m.a. þennan þátt sem lýtur að þeim störfum sem hafa verið staðsett úti á landi og lýtur að ýmsum stofnunum og samningum sem þar eru undirbyggðir í ýmsum liðum. Ég var bara að varpa ljósi á að við þurfum að komast út úr því að flytja störfin með pompi og prakt á flottum blaðamannafundum og sjá svo ekki þegar þau leka til baka. Þetta er alvörubyggðamál sem við verðum að taka fastar utan um.