Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög góða ræðu sem snerti á mörgum mikilvægum hlutum sem vanta í þá hugsun sem hér er verið að ræða, þ.e.a.s. fjárlögin. Það var mjög athyglisvert að heyra frá hv. þingmanni hvað hár vaxtakostnaður á Íslandi er í raun að kosta heimilin í landinu. Það kom ekki á óvart að hv. þingmaður benti á Evrópusambandið og evruna og það hvernig vaxtastigið er þar. Ef ég skyldi hv. þingmann rétt þá var hún að benda okkur á það að ef við værum í Evrópusambandinu eða værum búin að taka upp evruna þá væru heimilin í landinu sennilega mun betur stæð. Það er eflaust dálítið til í því hjá hv. þingmanni. En þá heyrum við alltaf á móti að þá værum við búin að gefa frá okkur sjávarútveginn og landbúnaðinn og bara eyðileggja þær atvinnugreinar sem eru undirstaða fæðuöryggis og hluti af hagkerfi okkar.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann: Telur hún að það sé rétt að við værum bara að gefa það í burtu frá okkur? Er kannski kominn tími til að við tökum ákvarðanir sem gera gott fyrir heimilin en ekki bara örfáa sérhagsmunaaðila eins og í sjávarútveginum?