Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Já, þegar komið er fram á nótt er auðvelt að gera mistök. Mælendaskráin hefur verið löng í allan dag. Ég þurfti að skreppa aðeins frá seinni partinn og bætti mér þess vegna ekki inn á mælendaskrána fyrr en ég kom til baka og ég er fyrst að komast að núna. Ég held að umræðurnar hér í dag hafi verið málefnalegar og góðar. Mér þykir það því mjög leitt að þegar ég fer að fara í gegnum athugasemdir mínar við frumvarpið þá eru sennilega allir stjórnarliðar, m.a. þeir sem sitja í fjárlaganefnd, sennilega steinsofandi og ekki að hlusta á neitt sem ég segi. Ég spyr mig hvort ég eigi kannski bara að fara niður og tala við gatið í veggnum, við hliðina á fatahenginu, hvort ég nái ekki bara betra sambandi þar en hérna klukkan tvö eða þrjú í nótt þegar ég loksins kemst að. Ég bara skora á forseta þingsins að koma hér og svara (Forseti hringir.) því hversu lengi ætlunin sé að halda okkur hér í kvöld. Ég veit að það er ekki eitthvað sem frú forseti sem hér er getur svarað fyrir þannig að ég óska eftir því að forseti þingsins komi hingað og svari því.