Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[01:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langaði bara að taka undir það sem hér hefur komið fram hjá öðrum hv. þingmönnum. Ég er næstur á mælendaskrá og flyt mína fyrstu ræðu um fjárlögin. Ég er að fara að tala um miðja nótt. Hér inni sitja bara hv. þingmenn sem ekki mega fara í andsvör við mig, mega ekki leiðrétta mig, mega ekki gera neitt vegna þess að við megum ekki fara í andsvör við fólk úr eigin flokki. Kannski fá þau að fara í andsvör við mig ef Skessuhorn fær að ráða því þar kölluðu þau mig þingmann Samfylkingarinnar í morgun. Mér þykir það bara algjört virðingarleysi hjá forseta og hjá öðrum hv. stjórnarþingmönnum að sitja ekki hér inni í sal. Fyrst þau greiddu atkvæði um það í dag að halda áfram fram á nótt þá geta þau alla vega hunskast til að vera hér inni og taka þátt í umræðunum.