Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[03:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er greinilegt að hvorki stjórnarþingmenn né forseti þora að koma hingað og tala við okkur eða hlusta á það sem við erum að segja. Ég vona að ég þurfi ekki að endurtaka sömu ræðuna þrisvar, fjórum sinnum þangað til að loksins fari einhver að taka þátt í umræðunni með okkur. Ég er alveg til í að gera það en ég á heilmikið eftir í mínum ræðum ef því er að skipta og skora á stjórnarþingmenn að vera hérna í umræðum. Eru þau kannski svona hrædd við það sem við erum að segja, að við séum að gagnrýna fjárlagafrumvarpið? Það hlýtur bara að vera. Hættið þessum, ég veit ekki hvað ég á að kalla það, bleyðuskap og komið hingað í umræðu.