Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[04:37]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla nú að byrja á því að leiðrétta smámistök sem ég gerði áðan, stærðfræðin er orðin slæm klukkan 25 mínútur í fimm að morgni. Ég er búinn með þrjú málefnasvið og ég á málefnasvið 4–35 eftir. Eins og ég held að hafi komið vel fram þá teljum við okkur hafa ýmislegt gott til málanna að leggja í tengslum við þetta frumvarp og það sem ég sé ekki neina umræðu eða þátttöku stjórnarliða í umræðunni og þar sem forseti hefur ákveðið að halda fundi áfram fram eftir nóttu þá læt ég virðulegan forseta vita það að að ég reikna með að þurfa að endurtaka öll málefnasviðin þegar komin verður birta hérna úti kl. 11.03 á morgun.