153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:05]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Dagskrárvaldið er hjá forseta og við getum gert tillögur um breytingu á því. Á dagskrá dagsins í dag eru fyrst störf þingsins og svo umræða um fjárlög, sem mér skilst að eigi eftir að ræða ansi mikið um. En það er líka mikið af öðrum málum sem eru svokölluð dagsetningarmál, mál sem þarf að klára fyrir ákveðinn dag. Má þar nefna hækkun á frítekjumarki og eingreiðslu til öryrkja. Þetta eru mál sem þurfa að klárast, þetta eru mál sem ættu að vera fyrst á dagskrá. Í staðinn er sett mál sem er vitað að ef það kemur á dagskrá verður það rætt endalaust. Þetta er ekki gott skipulag að mínu viti. Ég vona að hæstv. forseti endurskoði það.