dagskrártillaga.
Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram í máli þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Það liggur fyrir að til að hægt sé að greiða út eingreiðslu til öryrkja núna sem allra fyrst og til þess að sú eingreiðsla komi ekki til skerðingar á öðrum greiðslum þá þarf Alþingi að taka fyrir frumvarp sem er alger samstaða um í velferðarnefnd. Þá þurfum við helst líka að samþykkja sem allra fyrst fjáraukalögin. Mér finnst það algjörlega óskiljanlegt að stjórnarmeirihlutanum liggi svo gríðarlega á að skerða réttindi útlendinga að það sé ekki hægt að sameinast um þessi mikilvægu mál fyrst, að dagskráin sé með þessum hætti. Þannig að ég styð eindregið þessa dagskrártillögu sem hér er lögð fram.