153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:20]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni hér sem tjáði sig á undan mér, hv. þm. Eyjólfi Ármannssyni þingflokksbróður mínu. Það er mikil ástæða til að við höldum okkur við efnið og reynum að koma í gegn fyrir jólin því sem okkur þykir liggja hvað mest á og okkur liggur á hjarta. Í okkar huga er fólkið hér heima akkúrat núna. Hvernig getum við brugðist við og hjálpað því fyrir jólin? Mér finnst liggja mikið á að koma því áleiðis. Þetta frumvarp, eins og hv. þm. Eyjólfur Ármannsson bendir á, hugsanlega er hægt að gera enn þá betur en þegar hefur verið gert. Hversu oft sem það er þá búið að koma hér fyrir þingið er aukaatriði. Mér finnst engin ástæða til þess að vera með einhver leiðindi og hafa þetta inni til að við getum talað hér fram á vor, því það munum við gera. Við lofum því. Það á einfaldlega að setja þetta frumvarp á dagskrá eftir áramót, takk fyrir, og við í Flokki fólksins styðjum það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)