153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:25]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Vegna einlægar óskar hv. þingkonu Bryndísar Haraldsdóttur um að umræða um útlendingamál muni halda áfram verði þetta frumvarp að lögum þá get ég auðvitað bara róað hana og fullvissað hana um að það verður vegna þess að við það að skerða rétt þessa viðkvæma hóps hljótum við hin a.m.k. að taka til varnar fyrir þau. Það sem er óhuggulegt við þetta mál er að það er fimm sinnum flutt af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að formenn Framsóknarflokks og Vinstri græn grænna haustið 2017 hafi skrifað undir samkomulag allra formanna nema Sjálfstæðisflokksins þá um að það ætti að breyta lögunum með sameiginlegri vinnu allra þingflokka. Það hefur verið brotið og þess vegna hljóta a.m.k. þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar nú að sættast á (Forseti hringir.) tillögu hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar og fresta málinu fram yfir áramót (Forseti hringir.) og freista þess að vinna það í meiri sátt en nú er.