153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:27]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Tryggingastofnun getur ekki afgreitt eingreiðsluna til öryrkja fyrr en við höfum tekið hér fyrir og samþykkt bæði fjáraukalög og frumvarp velferðarnefndar. Það rignir yfir okkur skilaboðum. Ég fékk skilaboð frá konu núna í gær sem er bara að bíða eftir að geta farið að kaupa jólagjafir. Það er raunveruleg neyð hjá fólki, en einhverra hluta vegna þá finnst stjórnarmeirihlutanum hér á Alþingi meira aðkallandi að skerða réttindi útlendinga en að afgreiða þessi mál sem er alger samstaða um hérna í þingsal. Þetta er svo ógeðfellt. Ég hvet stjórnarliða, ég hvet þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eindregið til að styðja þessa tillögu.