153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:28]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Nú er ég að upplifa það í fyrsta skipti sem maður sá í sjónvarpinu hérna áður fyrr; hér er að hefjast þetta reiptog í aðdraganda jóla, hvaða mál eigi að fara hér í gegn. Mér finnst þetta vera alvarlegt ef satt reynist sem hv. þm. Eyjólfur Ármannsson nefnir hér, að það liggi umsagnir án afgreiðslu eða meðferðar hjá nefndinni, veigamiklar umsagnir. Þannig að bara vegna þess þá tel ég eðlilegt að umræðu um þetta mál sé frestað. Ég mun á engum tímapunkti samþykkja þetta mál, en ég held að það sé eðlilegt að við höldum áfram umræðu um það sem við erum tilbúin að sameinast um og það er auðvitað að standa með þeim sem verst standa í þessu samfélagi.