153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:36]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Eins og atkvæðagreiðslutaflan ber með sér er þessi dagskrártillaga felld, að mér sýnist. En hún áréttar líka og sýnir bara mjög skýrt það sem ég ætla að árétta hér, sem er að dagskrárvaldið er hjá meiri hlutanum. Ég vil bara ítreka það að þessi forgangsröðun á dagskrá er pósitíf ákvörðun meiri hlutans að fórna málum sem hann hefur komið með til minni hlutans og sagt: Við þurfum að klára þetta fyrir áramót. Ég vil bara ítreka það sem ég hef sagt endurtekið við fulltrúa stjórnarmeirihlutans: Þið hafið dagskrárvaldið. Þið forgangsraðið ykkar málum, ykkar forgangsröðun með þessari atkvæðagreiðslu er þar af leiðandi mjög skýr. Þið setjið það að skerða réttindi útlendinga fram fyrir öll þessi dagsetningarmál sem þið eruð búin að biðja okkur um að greiða fyrir í þinginu. (Forseti hringir.) Það er þá bara algerlega á hreinu.