153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég styð þessa dagskrárbreytingartillögu af því að þetta mál er ekki tilbúið til umræðu í þingsal. Okkur vantar að það sé klárað að fara yfir umsagnir og fengin álit vegna mögulegra stjórnarskrárbrota í þessu máli. Það er ótækt að við séum að ræða það í þingsal þegar það er vafi þar um. Það er bara fáránlegt. Ég bendi einnig á að þetta er ekki ódýr pólitík. Pólitík snýst um forgangsröðun — snýst um forgangsröðun. Það þarf að velja eitt sjónarmið umfram annað þegar allt annað stendur á jöfnu. Hér er valið að setja eingreiðslu til öryrkja sem allt þingið er á, öll velferðarnefnd er að flytja. Það er valið að setja það á eftir þessu máli þar sem verið er að reyna að koma í gegn stjórnarskrárbrotum á fólki sem er á flótta. Það er fáránlegt. Þannig að ég styð þessa dagskrárbreytingu hjartanlega. Miðað við stöðuna þá næst örugglega ekki að fá úr (Forseti hringir.) því skorið hvernig málið liggur fyrir áramót þannig að það þarf ekki einu sinni að vera á dagskrá í dag.