153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

dagskrártillaga.

[13:44]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessu og þykir ótrúlegt að það skuli ekki allir í þessum þingsal gera það. Mér finnst það ótrúlegt, vegna þess að hvað sem fólki má finnast um þetta mál — og ég skil að það er búið að semja um þetta mál, að það eigi að koma þessu í gegnum þingið og að þingmenn meiri hlutans ætli að taka þátt í því. En að gera það á þessum tíma — það er augljóst að það verða miklar umræður um þetta mál vegna þess að þetta er gríðarlega umdeilt mál hvernig sem á það er litið og þið ætlið að setja það á dagskrá og láta það tefja eingreiðslu til öryrkja fyrir jólin. Það má vera að þið haldið að þetta sé einhver pólitískur leikur hjá ykkur en það er það ekki. Þetta er algerlega galið. Ég hvet alla hér inni til að segja já við þessari dagskrárbreytingartillögu af virðingu við öryrkja í þessu landi. Þetta er algerlega galið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)