153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:30]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Það er nú bara þannig að við gleymum rosalega oft að hugsa um notendur þessa kerfis eða kerfa í víðasta skilningi, ég er ekki bara að tala um tölvukerfi heldur kerfin sem við erum að búa til. Við gleymum svo oft að fá þá sem eiga að nota kerfið til þess að vera með okkur í að hanna það. Þá er ég t.d. að tala um rafræn skilríki eða Heilsuveru eða eitthvað svoleiðis, en ég er líka að tala um tryggingakerfið, ellilífeyriskerfið. Við bjuggum til eitthvað fyrir löngu síðan og heimurinn hefur breyst. Rafræn skilríki eru gott dæmi um þetta. Við fórum í þá vegferð að fara í stafræn kerfi, sem er frábært, en við gleymdum að hugsa um hvernig við ætluðum að leysa þetta. (Forseti hringir.) Þar þurfum við að finna lausn.