153. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég og hv. þingmaður séum algerlega sammála. Mig langar líka að nefna það sem, ef ég man rétt, hv. þingmaður snerti aðeins á í ræðu sinni sem var að það virtist vera allt mögulegt til að bjarga fyrirtækjum þegar heimsfaraldurinn gekk yfir. Þá voru til nógir peningar, þá var hægt að setja pening í þetta og pening í hitt. En ef við þurfum að bjarga heimilunum — nei, það er ekki gott því það er ekki eins gott fyrir Mammon sem stýrir öllu því sem ríkisstjórnin gerir.