Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[16:39]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum nú til atkvæða um fjárlagafrumvarp. Það eru ekki til einfaldar leiðbeiningar um það hvernig á að koma efnahagslífi, ríkissjóði, út úr heimsfaraldri, fá ofan í það stríðsátök og allar áætlanir sem við áður gerðum eru orðnar að kuski. Við förum inn í næsta ár með sterka landsframleiðslu, mun sterkari en forsendur þessa frumvarps gerðu ráð fyrir í upphafi. Við erum að bregðast við umsögnum, athugasemdum. Við erum að bæta í heilbrigðiskerfið, við erum að efla löggæslu. Ég trúi því að með þessu fjárlagafrumvarpi munum við ná góðum árangri. Ég ætla hins vegar ekki að neita því að ég hef með ákveðnum hætti áhyggjur af útgjaldavexti en hafandi sagt það að við göngum inn í næsta ár með sterka landsframleiðslu, tiltölulega bjartar horfur, góð tíðindi í dag, þá hef ég trú á þessu fjárlögum sem við munum samþykkja hér í dag.