Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:03]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar sem stendur vörð um þá efnuðu, frumvarp sem leggur hærri gjöld á þá sem minnst hafa á meðan útgerðagreifarnir og fjármagnseigendur fá lækkun, a.m.k. ef tekið er tillit til verðlagsþróunar, eins og segir svo oft í frumvarpinu. Þessi ríkisstjórn sýnir það í verki að hún stendur með ríku vinunum sínum sem tryggja það að kosningasjóðir þeirra eru ávallt fullir af fjármagni sem aftur kemur til baka.