Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:58]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er einnig verið að setja endurgreiðsluhlutfall, í þetta skipti fyrir rannsóknar- og þróunarkostnað nær þeirri áætlun sem er fyrir næsta ár. Ég að sjálfsögðu fagna því að þarna sé enn þá verið að styðja við nýsköpunarfyrirtæki og önnur fyrirtæki með þessum máta. En mér finnst sorglegt að sjá að í fjárlagafrumvarpinu sjálfu er þó nokkur niðurskurður, flatur niðurskurður á þennan málaflokk og kemur það heilmikið niður á því stuðningsumhverfi sem er við nýsköpun á Íslandi og þótt ég styðji þetta legg ég til að hv. fjárlaganefnd skoði aðeins þennan lið betur, þ.e. nýsköpunarliðinn, í umfjöllun sinni.