Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[17:11]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er alveg klikkuð hugmynd. Við hefðum ekki efni á þessu. Nei, það er alveg vonlaust að taka svona hugmyndir frá stjórnarandstöðunni og gera þær að raunveruleika. Svo líður ár. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar senda inn fjölmarga pósta og kvarta, verða háværir. Allt í einu: Já kannski við ættum að borga út þessa uppbót því það er eiginlega varla hægt að standa gegn því. Þetta kom nú samt frá stjórnarandstöðunni. En já, ókei, leyfum þeim að fá smá hérna. Þriðja árið: Stjórnarandstaðan leggur fram tillögu. Ríkisstjórnin leggur fram tillögu plús 300 kr., gerir hana að sinni. Í fyrra þótti hækkun frítekjumarks klikkuð hugmynd stjórnarandstöðunnar. Í dag er hún orðin að tillögu ríkisstjórnarinnar.

Já, virðulegi forseti, dropinn holar steininn og smátt og smátt fáum við smá réttlæti. En munum að það er bara til þess að ríkisstjórnin geti sagt: Við erum svo voða góð, hættið nú að væla.