Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[21:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar í fyrra andsvari að spyrja hv. þingmann út í þessar fjöldatakmarkanir eða kvótasetningar á mannréttindum, eins og ég hef kallað það. Þar sem ég veit að hv. þingmaður er bæði vel lesinn að lögum og situr í hv. fjárlaganefnd langar mig að spyrja hvort hv. þingmaður viti um margar svona kvótasetningar þegar kemur að mannréttindum fólks.