Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[15:15]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í 1. gr. frumvarps þessa er heimild til að kveða á um það í samþykktum að hluthafi skuli tilkynna félagi þátttöku sína á hluthafafundi innan tiltekins frests. Þessi frestur má vera að hámarki vika. Í hlutafélagalögum sem eru núgildandi lög, frá 1978, var svipað ákvæði í frumvarpinu. Það gekk skemmra. Þar var talað um að hámarki þrjá sólarhringa. Þetta ákvæði var fellt út við afgreiðslu málsins þar sem það var talið óheppilegt og fæli í sér of mikla skerðingu á rétti hluthafa. Við erum að ganga hér lengra í skerðingu á rétti hluthafa en önnur Norðurlönd eins og Svíþjóð og Noregur. Ég tel það ekki hægt. Ég tel að þetta sé mál sem skerðir hluthafafrelsi, hluthafalýðræði. Ég skila auðu.