Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:43]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F):

Virðulegur forseti. Stjórnvöld hafa stutt vel við bændur í gegnum erfiða tíma. Hér má að einhverju leyti segja að sá stuðningur sé að fara til baka. Við erum hins vegar bundin af lögum sem segja einfaldlega að gjaldið eigi að standa undir raunkostnaði við úrvinnslu. Nefndarálitið er skýrt og við beinum því sérstaklega til hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og væntanlegu í góðu samráði við hæstv. matvælaráðherra, um að komið verði til móts við bændur vegna þessara hækkana. Jafnframt þarf að tryggja til framtíðar að endurvinnsla á heyrúlluplasti geti verið sem hagkvæmust og tryggja þarf betri endurheimt og endurvinnslu á heyrúlluplasti í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og lágmarka kostnað bænda af söfnun þess til endurvinnslu. Ég tel að það sé vel búið um þetta mál og segi því já.