Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:02]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að vera með smáorðskýringar við það sem hæstv. fjármála- og efnahagsmálaráðherra sagði hér áðan, að ríkisstjórnin væri að veita skjól fyrir þá sem væru í veikri og viðkvæmri stöðu. Ef einhver var í vafa þá var hæstv. fjármálaráðherra að tala um fjármagnstekjueigendur og sægreifa. Hæstv ráðherra sagði einnig að ríkisstjórnin hafi verið að grípa inn í þar sem helst hafi verið kallað eftir. Ef þið voruð í vafa þá er verið að tala um fiskeldisfyrirtæki og fjölmiðla í eigu sægreifa.