Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði gegn þessari tillögu. Tilgangurinn með breytingunum var góður, að búa til meira gagnsæi á markaðnum þannig að leigjendur hefðu meiri og betri yfirsýn yfir verðmyndun á markaði en með þessari tillögu er verið að undanskilja a.m.k. helming markaðar ef ekki meira, sem gerir það að verkum að stórir þátttakendur, stórir leigusalar, munu stýra verðinu á markaðnum. Það eru einu skilaboðin sem berast út. Þetta er ekki góð tillaga, og eins og ASÍ sagði á fundi hv. velferðarnefndar blaut tuska í andlit þeirra.