Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:26]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það mátti heyra á orðum hv. þingmanns, í ræðu hennar hér, að það skorti verulega upp á samráð en frummælandi málsins nefndi hér samráð við Útlendingastofnun og ráðuneytið. En þegar maður fer í gegnum þessar umsagnir sem hafa borist þá liggur það alveg fyrir að það er verið að kvarta undan samráðsleysi. Það skín í gegn, nánast hjá öllum þeim sem veittu umsögn um frumvarpið, að þessir aðilar hefðu viljað fá að koma að borðinu en þeir fengu það ekki. Af því að ég er nú nýr þingmaður — þegar fyrra frumvarpið var búið til og fór í gegnum þingið þá voru þessir aðilar hafðir með í ráðum, þegar það frumvarp var gert. Og þeir hafa kvartað yfir því að slík vinnubrögð hafa ekki verið viðhöfð núna. (Forseti hringir.) Maður spyr þá: Hvernig er hægt að bæta úr þessu á þessum tímapunkti?