Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:22]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allsh.- og menntmn. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Árið 2015 tóku Svíar á móti og veittu hæli 170.000 manns. Það samsvarar 5.200 Íslendingum. Svíþjóð réð ekki við þessar 170.000 manna. Ísland mun ekki ráða við að taka á móti 5.200 manns ár eftir ár eftir ár. Við munum ekki ráða við það að taka við 4.000 manns ár eftir ár. Stjórnkerfið, flokkakerfið, í Svíþjóð er farið á hliðina. Svíar eru ekki að taka á móti 170.000 manns á hverju ári núna. Þeir litu á sig sem hið siðferðilega stórveldi „the moral empire“ ef ég má sletta. Þeir hafa algerlega fallið frá þessari framkvæmd núna, Danir líka. Þeir voru með gríðarlega frjálslynda löggjöf og tóku á móti öllum. Þeir eru með eina hörðustu innflytjendalöggjöf núna í Evrópu. Við munum ekki geta það. Ég veit að það eru 100 milljónir manna á flótta og 50 millj. af þeim eru börn. Við búum í ríkasta hluta heimsins. Ég hef búið í einu ríkasta samfélagi heims, Noregi. Þeir taka á móti gríðarlegum fjölda, fólki sem kemur þangað — þetta er efri millistétt í Pakistan, þetta er ekki allra fátækasta fólkið.