Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:17]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur fyrir andsvarið. Ég verð að byrja á að segja að ég átta mig ekki alveg á tilefni spurningarinnar þar sem það er ekkert í þessu frumvarpi sem er að færa okkar framkvæmd eitthvað nálægt norskri framkvæmd eða í átt að því sem gert er í Noregi. Já, ég hef ákveðnar athugasemdir við framkvæmdina í Noregi en hún er algjörlega ótengt þessu frumvarpi. Hún er algerlega ótengd þeim vandamálum sem við okkur blasa hér. Hún hefur að gera með meðferð umsókna einstaklinga í efnismeðferð frá ákveðnum ríkjum sem ég sé í rauninni ekki ástæðu til að fara nánar út í hér.

Mig langar að spyrja hv. þingmann á móti hvaða ákvæði hún telur að séu í þessu frumvarpi sem séu eitthvað til þess að færa okkar löggjöf nær löggjöf í Noregi.