Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Bryndís Haraldsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka háttvirtum þingmanni svarið. Ef ég hefði margar mínútur þá gæti ég líka svarað spurningum eins og ég gerði hér í andsvörum áðan.

En mig langar að nota tækifærið og spyrja hv. þingmann og ég nefndi hérna norska kerfið sérstaklega. Ég hefði haft lengri inngang hefði ég haft til þess tíma. En við höfum verið að horfa svolítið til hinna Norðurlandanna. Við höfum ekki horft sérstaklega til Danmerkur í þessu frumvarpi hér. En við höfum verið að horfa til Noregs og þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum þannig að það frumvarp sem hér liggur fyrir er að einhverju leyti að taka mið af þeirri framkvæmd þar. En mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún telji ekki vera ákveðinn tvískinnung í því að vera mjög gagnrýnin á framkvæmd útlendingalaganna eins og þau hafa verið en vera svo algerlega á móti því að það sé verið að aðlaga og bæta lögin.