Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:34]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allsh.- og menntmn. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi þetta með mat á stjórnarskránni þá segir, með leyfi forseta, í frumvarpinu á bls. 19, í 4. kafla:

„Frumvarpið gefur ekki tilefni til að skoða sérstaklega samræmi við stjórnarskrá […].“

Það er þetta sem minni hlutinn hefur sett fram athugasemdir við. Þetta er vandamálið við mikilvægi þess að þetta mat fari fram, að það liggi fyrir.

Varðandi þetta frumvarp að öðru leyti þá langar mig að spyrja hv. þingmann — það er minnst á það í nefndarálitinu að þetta frumvarp muni leiða til skertrar skilvirkni í málsmeðferð, leiða til aukins kostnaðar, málsmeðferðar og þjónustu við umsækjendur og enn frekari tafa á málsmeðferð. Mig langar aðeins að tala um sérregluna, 12. gr., sem er málsmeðferðarregla. Ef við getum notað þessa 12 mánaða reglu við allar tafir í stjórnsýslunni, mikið yrði íslensk stjórnsýsla þá góð.

Ástæðan fyrir töfum í þessum málaflokki er skortur á mannafla eins og alls staðar. Það er ástæðan, en það að fara að íþyngja síðan íslenskri stjórnsýslu með því að knýja á um efnismeðferð sem nota bene er sjálfstæður réttur, réttur til sjálfstæðar efnismeðferðar eftir 24 mánuði eða 28, svo það liggi fyrir. En mig langar að spyrja hv. þingmann: Er það eitthvað fleira en þessi sérregla (Forseti hringir.) um 12 mánuðina sem mun leiða til skertrar skilvirkni í málsmeðferð?