Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[16:07]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður bendir á að hér sé fullt af fólki að koma frá Afríku, sunnan Sahara. Tölfræðin segir annað, meiri hluti þeirra sem er að koma hingað kemur frá Úkraínu, kemur frá Venesúela og þriðji stærsti hópurinn eru Palestínumenn. Ekkert af þessu fólki er sunnan Sahara. Og af hverju koma Venesúelabúar hingað? Jú, það er vegna þess að samkvæmt reglum þarf ekki vegabréfsáritun inn á Schengen ef þú kemur frá Venesúela og þar af leiðandi getur fólk flogið beint frá Suður-Ameríku til Spánar og beint til Íslands og sótt um hæli. Ef það væri einhver vilji hjá dómsmálaráðherra væri hann búinn að virkja 8. gr. Schengen-samkomulagsins til að óska eftir því að frá Venesúela væri krafist vegabréfsáritana. Þetta hef ég bent á hér áður. Úkraína, já það er langstærsti hlutinn og þau eru öll að koma á eigin vegum en ekki á vegum einhverra glæpasamtaka.