Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:05]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar ræðu. Það er greinilega bullandi ágreiningur í þessu máli innan Vinstri grænna. Ég rak augun í færslu frá oddvita Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í gær þar sem hún er að lýsa í raun og veru algjöru frati á þetta frumvarp. Hún segir m.a., með leyfi forseta:

Finn þetta ekki

Ég hef aldrei þurft að flýja heimili mitt og skilja allt eftir; eigur, fjölskyldu, atvinnu, vini og áhugamál. Ég bý við þann lúxus að geta valið hvort ég er eða fer. Hendum þessu laskaða og illa unna útlendingafrumvarpi og byrjum upp á nýtt með manngæsku að leiðarljósi. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.

Þetta segir oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.

Hvað ætla þingmenn Vinstri grænna gera til að róa þessa órólegu grasrót sína?