Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:11]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur fyrir andsvarið og vil nota tækifærið til að þakka henni fyrir mjög ánægjulega samvinnu inni í nefndinni. Ég get sagt það hér að eitt af því mikilvæga og stóra fyrir mig, sem manneskju ekki síður en þingmann, eru alltaf réttindi barna. Því tel ég mjög mikilvægt í þeirri vinnu sem fram undan er í nefndinni að við skoðum þetta t.d. sérstaklega. Þetta voru margar spurningar og ég man þær ekki allar. Við erum að kalla málið aftur inn til frekari umræðu og frekari vinnu og þar held ég að við ættum sérstaklega að horfa til hagsmuna barna. En eins og kom fram í minni ræðu hefur frumvarpið tekið breytingum sem lúta sérstaklega að börnum og sú reglugerð sem stefnt er á að setja verður sérstaklega með hagsmuni barna að leiðarljósi.