Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:20]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir andsvarið og samstarfið í nefndinni. Hvað hefur breyst? Auðvitað hefur ýmislegt breyst. Við fengum inn umsókn Flóttamannastofnunar og náðum ekki að funda með þeim fyrir jól. Við fengum heila nefndaviku þar sem voru gestakomur og ýmislegt kom fram sem ég óska eftir að fá betri útskýringar á. Það er svarið við þeirri spurningu. Það hefur breyst síðan nefndarálitið var gefið út.

Hitt svarið er að dómsmálaráðherra leggur fram þetta frumvarp. Málið er nú til þinglegrar meðferðar og það hvort ráðherrar sitji hér undir okkar ræðum alla daga — ég held að ekki sé hefð fyrir því í þinglegri meðferð mála almennt. Svo hefur það líka komið fram að hann hefur verið staddur erlendis þegar kallað hefur verið eftir honum en ég held að það standi alls ekkert á ráðherra að svara þeim þáttum sem að honum snúa, (Forseti hringir.) enda er hann að vinna mjög ötullega að þessum málaflokki.