Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:22]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég er ekki tilbúin til að fara efnislega í það nákvæmlega hvaða breytingar ég telji að þurfi að eiga sér stað. Það er vinna okkar í allsherjar- og menntamálanefnd í meiri og minni hluta að vinna málið til enda. Ég kom inn á það áðan að sérstaklega er mér umhugað um börn og fólk í viðkvæmri stöðu, ég get sagt það. Ég hvet hv. þingmann til að fara í óundirbúnar fyrirspurnir þegar ráðherra er í húsi. Það er ekki áhugaleysi að vera staddur í starfi erlendis þegar mál er á dagskrá í þinginu. Það er ekki svo. Hann hefur fleiri hlutverkum að gegna heldur en að vaka yfir þessu máli. Hér munu gefast tækifæri og ég get staðfest að ráðherra er umhugað um málaflokkinn og algjörlega tilbúinn til að svara fyrir þann hluta sem hefur færst yfir í hans ráðuneyti.