Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Þingmaðurinn snerti á því hvernig við tökum á móti börnum og sér í lagi fylgdarlausum börnum. Við sáum hér fyrr í vetur, fyrir áramót, dæmi um það að dreng sem kom hingað þegar hann var 16 ára gamall var vísað úr landi sem fullorðnum einstaklingi eftir að hann varð 18 ára gamall. Þetta er bara svo skýlaust brot á barnasáttmála, á flóttamannasáttmála og lögum hér á landi um hvernig við eigum að taka á móti börnum.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvað henni fyndist um svona verklag hjá ríkisstjórninni, að draga hreinlega málsmeðferð þangað til hægt er að senda viðkomandi úr landi. Er þetta bara hreint og klárt fyrirgefanlegt eða afsakanlegt, eða er þetta ekki bara skýlaust brot á öllum þeim sáttmálum og öðru sem við höfum séð?