Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:40]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru mikil áhöld um hvað hvort þetta sé nákvæmlega það sem er í yfirlýsingum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki hægt að alhæfa svona um alla þá sem frá þessum löndum koma. Við vitum að ekki eru allir sem koma frá Venesúela með vegabréf þaðan. Margir af þeim sem koma frá Venesúela og sækja um hæli hér hafa ekki búið þar í mjög langan tíma, þeir koma frá Spáni, Tyrklandi, Chile og fleiri löndum og hafa verið þar í mörg ár, þannig að neyðin er ekki alveg jafn stór og hér er lýst. Þetta eru bara staðreyndir sem við þurfum að hafa á hreinu. Og eins og ég sagði hér áðan þá held ég að það sé ekki gott fyrir samfélögin né gott fyrir hælisleitendur að þeir séu settir í þá stöðu að of margir verði í samfélögunum sem eru ekki tilbúin til að veita þá þjónustu sem þeir þurfa. Ég held því að við þurfum að fara varlega í það að þvinga sveitarfélögin til að taka við stórum verkefnum.