Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[23:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það má alveg örugglega til sanns vegar færa að í þeim hópi sem hefur komið frá Úkraínu sé hærra hlutfall kvenna sem eru einar á ferð en í þeim hópum sem koma frá öðrum löndum. Ég bara þekki ekki þá tölfræði. En ég hef skoðað tölfræði sem bendir til þess, og það kom fram í andsvörum mínum við hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur hér áðan, að það sé ekki fjölmennur hópur umsækjenda frá öðrum löndum en Úkraínu hið minnsta þar sem konur eru einar á ferð. Þekkir hv. þingmaður hver þau hlutföll og þær tölur eru í raun? Ég bara man að fjöldinn er lítill.

Með þeim rökum vil ég segja: Er ekki í öllum meginatriðum verið að líta með mjög ákveðnum hætti til réttindastöðu kvenna sem hingað sækja miðað við að tölfræðin, þó ég hafi hana ekki með mér í pontu, bendir í meginatriðum til þess að flestar konur sem koma til landsins falli undir undanþáguákvæðið?