Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

orð þingmanns í störfum þingsins.

[15:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég mæti hér líka út af ræðu hv. þm. Diljár Mistar Einarsdóttur. Hvort sem við förum í að greina það hvort það sem hún sagði sé rétt eða rangt þá finnst mér öllu alvarlegra að hv. þingmaður tali undir rós um að það að vera mótfallin frumvarpinu og það að ræða frumvarpið geri okkur hv. þingmenn í minni hlutanum að einhverjum fíflum eða fávitum. Það finnst mér alls ekki við hæfi, herra forseti.