Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hlýt að lýsa mig sammála þessari beiðni. Þetta er svo eðlilegt og það er búið að biðja um nákvæmlega þetta atriði eiginlega frá því að mælt var fyrir málinu, allan tímann. Það virðist nú vera einhver íslenskur sérsiður að ráðherrum takist að lauma sér undir radar og neita því að svara fjölmiðlum svo dögum og vikum skipti. Það er í sjálfu sér sérstakt rannsóknarefni, en að ráðherra, sem þar að auki er þingmaður og notar a.m.k. atkvæðisrétt sinn hér, geti ekki og vilji ekki taka þátt í þessari umræðu — ég er eiginlega jafn hissa á því að hann vilji ekki sjálfur koma hingað, ræða þessi mál og útskýra þau. Því hlýt að taka undir það að forseti leggist á sveif með okkur þingmönnum og kalli hann hingað svo hann segi a.m.k. eina setningu í umræðu um þetta mikilvæga mál.