Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:44]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að taka undir kröfu hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar um það að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, komi hingað. Það er ekki hægt að skýla sér bak við það að málið sé bara á höndum þingsins, því að hæstv. ráðherra tók málið í sínar hendur með því að senda óumbeðinn embættismenn ráðuneytis síns inn á fund allsherjar- og menntamálanefndar til þess að benda á að í frumvarpinu væru atriði sem heyrðu undir hans ráðuneyti. Ég tek einnig undir þá ósk að einhverjir úr þingflokki Vinstri grænna komi hingað til að gera grein fyrir því hvenær sé von á ráðherranum. Að lokum tek ég einnig undir það að við þurfum fleira fólk úr stjórnarflokkunum til að taka þátt í umræðunni, (Forseti hringir.) en mig langar að þakka hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur fyrir að vera hér með okkur.