Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:50]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég sé mér ekki annað fært en að taka undir orð hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar og Gísla Rafns Ólafssonar um að fá hingað í salinn til að ræða þetta mál helst hæstv. ráðherra, nú eða fulltrúa frá þingflokki Vinstri grænna, nú eða þá aðra stjórnarþingmenn sem hafa lítið kvatt sér hljóðs í umræðunni upp á síðkastið. Ég tel enn þá mörgum spurningum ósvarað og kalla eftir því að fá svör við þeim spurningum sem koma fram hér í umræðunni. Ég tel það brýnt.