Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:52]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar einnig að lýsa því yfir að við erum hér að reyna að fara málefnalega í gegnum málið eins og þingsköp kveða á um. Við erum að koma með athugasemdir og við erum að spyrja af hverju ekki var tekið tillit til ákveðinna hluta. Á meðan við erum að gera það þá er aðeins einn hv. þingmaður stjórnarflokkanna sem sér fært að vera hér og a.m.k vonandi hlusta, ég treysti því að hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttir sé að hlusta, og ég sakna þess að sjá ekki hér þingmenn úr Vinstri grænum og Framsóknarflokki til að taka þátt í þessari umræðu vegna þess að það á ekki að gera það sama við þingmenn og virðist hafa verið gert við um umsagnaraðila, að það sé bara ekki verið að hlusta á neitt sem kemur hér fram.