Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við höfum ítrekað óskað eftir því að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra mæti hér í efnislega umræðu um þetta mál. Við höfum ítrekað óskað eftir því í ræðum, alla vega frá 9. desember. Við höfum óskað eftir því skriflega. Því var komið til forseta í gærkvöldi að við teldum ekki nægilegt að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði bætt sér inn í óundirbúinn fyrirspurnatíma heldur teldum við að hann þyrfti að koma hingað og taka þátt í efnislegri umræðu um málið. Mig langar því að óska eftir því við forseta að hann athugi hvort hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra ætli sér að koma hingað (Forseti hringir.) og taka þátt í umræðunni.