Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[14:05]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar að taka undir með hv. þm. Indriða Inga Stefánssyni. Það virðist sem stjórnarþingmenn hafi lagt á flótta þegar kom að þessu máli. Ég fór í gegnum tölfræði áðan um hversu mikið viðkomandi flokkar hefðu tjáð sig undir þessu máli. Það er mikið búið að ræða hérna þegar við höfum verið að tala um þetta mál að það þurfi að fá sína þinglegu meðferð. Þinglega meðferðin gengur út á að það séu málefnalegar og góðar umræður hér í þingsal. Það er rosalega erfitt að eiga málefnalegar og uppbyggjandi samræður um þetta mál þegar það er aðeins ein hliðin sem fær að koma fram af því að hinir hv. þingmenn eru lagðir á flótta. Ég vona bara að landið sem taki á móti þeim sé með góða flóttamannastefnu.