Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:15]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að hafa ætlað að koma á framfæri spurningu til hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, hvort hann hafi ætlað sér að koma hingað að ræða við okkur efnislega um þetta mál þannig að ég óska eftir því að heyra hvort eitthvað hafi heyrst í ráðherra. Til vara báðum við um að það yrðu einhverjir frá Vinstri grænum.

Hér í salnum með okkur er hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur frá Sjálfstæðisflokknum og ég þakka henni kærlega fyrir að vera hér að hlusta á okkur og vonandi tekur hún þátt. En mér er spurn, við erum búnir að spyrja dálítið oft um Vinstri græn og ráðherra þeirra og það virðist vera eins og þau séu jafnvel horfin. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því hvort ég þurfi að hafa samband við góða félaga mína í björgunarsveitunum og láta fara að leita að þeim.