Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:43]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst ég vera farinn að hljóma eins og biluð plata en ég er að vonast til þess að það sé eitthvað að frétta af hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni eða samstarfsfélögum hans í þingflokki Vinstri grænna. Ég hef nú bara áhyggjur af því að þau sjást hvorki hér í ræðusal né í matsal Alþingis. Venjulega er nú hægt að finna fólk þar ef maður finnur það ekki hér. Ég bara óska eftir því enn og aftur að reynt verði að hafa uppi á hæstv. ráðherra og fá hann til að koma hér og ræða við okkur.

(Forseti (OH): Forseti getur upplýst hv. þingmann um að þessum óskum hefur verið komið á framfæri.)